laugardagur, 17. janúar 2009

síðan síðast


Góða kvöldið góðir hálsar!!! 
Af okkur er allt gott að frétta við fórum á skíði í gær og var þetta ekki einfaldasta skíða ferðin sem við höfum farið þar sem líkamlega formið er ekki á samastigi og viljin þannig að þetta var frekar erfitt. Við komumst niður og komum okkur heim. Sátt og glöð og ákváðum að skella okkur  í dag á gönguskíði. 
En plön breyttast og fengum við hringinu þess efnis að trúlofunarhringarnir sem við höfðum pantað væru komnir.  Sem Þýddi að við skelltum okkur í morgunn að sækja þá og erum himinlifandi með hringana okkar. Síðan kíktum við í Hofer (sem er Bónus hér) keyptum inn og komum okkur heim, við fórum ekki á gönguskíði þar sem ég (Guðrún) er kominn með hálsbólgu og get varla kyngt sem er nú frekar pirrandi en ég á frí á mánudaginn svo ég vona bara að þetta lagist hratt og örugglega. Hver veit ef maður er betri á morgunn þá fer maður kannski bara á gönguskíði. 
Annars eru myndir hér á eftir af honum Hemma mínu að sýna hversu stórt baðherbergið okkar er!!!!!! 
einnig eru myndir af bekkunum mínum í öðrum skólanum og svo eru myndir af okkur þar sem við erum að skoða loftbelgi því hér eru alltaf talsvert af loftbelgjum í janúar og eru þeir með sýningar. Það var tekið á móti okkur og krökkunum sýnt hvernig þetta virkar allt saman.


Hemmi kominn í Sturtu
svona þarf hann að þvo sér
Og svo skolar maður af sér og vonar að vatnið fari allstaðar
Hurðaropið inn á bað
Kominn með höfuðið upp í loft boginn og hálfur inn í sturtu :)
maður ákveður hvað skal gert áður en maður fer inn, blaðið er svipað stórt og séðogheirt.
Þröngt meiga sáttir.......
Loftbelgir á leið í loftin blá
flottasti belgurinn 38þús. cubik metrar og ber 4 manneskjur og eldsneyti.
Hér er ég og litli bekkurinn í kirkjuni í Tannheim.

9 ummæli:

  1. Til hamingju með hringana (og auðvitað náttúrulega með trúlofunina - en ég var nú búinn að óska ykkur til hamingju með hana :)

    Er alveg að fíla hvað þið eruð dugleg að setja inn myndir. Vekur upp góðar minningar (kannast nú reyndar ekki við þessa sturtuaðstöðu ;)

    Kv. G

    SvaraEyða
  2. hehehe maður er orðin ansi lunkinn og snöggur enda engin hitauppspretta nærri, Guðrún segir að gamla sturtaðstaðan þín sé við það sama 10 árm síðar.
    Kveðja Hemmi

    SvaraEyða
  3. Þetta eru glæsilegir hringar, til hamingju:0)

    Og ég hélt að baðherbergið okkar væri lítið.... Þetta toppar nú allt. Samt bara kósý að hafa þetta svona. Baðherbergið gefur manni sennilega gott og stórt knús í hvert skipti sem farið er þar inn, hahaha !!!

    Hafið það gott,
    Guðný

    SvaraEyða
  4. Gott ad heyra ad allt gangi vel hja ykkur. Hvernig for thetta med stafina??
    Viktor var ad tala um ad fara i zoo um næstu helgi og var ad kanna hvort thid kæmu ekki med!!!

    SvaraEyða
  5. Halló elskurnar!!! gott að allt gengur vel ,,flottir hringarnir og vona hálsbólgan batni sem fyrst eins og þið vitið þa þröngt meiga sáttir sitja og standa ... knús og kv MAM H 17

    SvaraEyða
  6. til lukku með hringana elskurnar.
    Ég vona að þið séðuð vel ske......því ekki sýnist mér vera hægt að athafna sig með góðu móti.

    SvaraEyða
  7. Sæl bæði tvö. Til lukku með hringana, þeir eru ekta Hemmi og Guðrún.

    Endilega haldið áfram að setja inn skíða og ferðasökur.

    kv. Stefanía

    SvaraEyða
  8. Til lukku með hringana, halda áfram að blogga,
    kv Lambaselsfólkið

    SvaraEyða
  9. til hamingju með trúlofunina og flottir hringar. Það er ekki hægt að segja að það sé of mikið pláss hjá ykkur. Gengur vel hjá okkur, finnum fyrir kreppuni á hærra veðlagi og ringulreið í stjórnmálum.
    Knús og kossar úr Kópavoginum Þórunn guðrún og co

    SvaraEyða